Greiðsla
Tekið er við greiðslu með debet og kreditkortum í gegnum greiðslugátt frá Rapyd Europe hf (gamla Korta ehf). Einnig er hægt að millifæra beint í heimabanka. Ef millifærsla hentar best þá vinsamlega leggið inná reikning:
H. Dór ehf.
xxxx-xx-xxxxxx
kt. 700119-1060
Senda þarf kvittun eða staðfestingu í netfangið haukurdor@haukurdor.is þegar greitt er með millifærslu.
Verð
Vinsamlegast athugið að verð á netinu getur breyst án fyrirvara.
Öll verð í netversluninni eru með virðisaukaskatti og reikningar eru gefnir út með virðisaukaskatti. Öll verð eru birt með fyrirvara um prentvillur.
Afhending og sendingarkostnaður
Allar vörur eru sendar með Íslandspósti á næsta pósthús. Sendingakostnaður er enginn. Pósturinn gefur sér 2-4 virka daga til að koma pökkum til skila.
Við sendum vörurnar með bréfapósti Íslandspósts og gilda afhendingar-, ábyrgðar- og flutningskilmálar Íslandspóst um dreifingu og afhendingu. Það má lesa um þá hér: http://www.postur.is. H.Dór ehf. tekur ekki ábyrgð á vöru eftir að hún hefur verið póstlögð.
Þegar þú leggur inn pöntun hjá haukurdor.is og hefur greitt vöruna afgreiðum við hana og förum með hana á pósthús næsta virka dag. Pósturinn gefur sér 1-4 virka daga að koma vörunni til þín eða á þitt næsta pósthús. Einnig geturðu sótt pöntunina á vinnustofu Hauks Dórs sem er á Naustabryggju 57 , alla daga vikunnar frá kl: 13-18.
Við geymum ógreiddar millifærslu pantanir, og óafgreiddar inneign/skipti pantanir, í 24 klukkutíma frá pöntun.
Skilað og skipt
Kaupandi hefur 14 daga til að hætta við kaupin að því tilskildu að málverkinu sé skilað í góðu ástandi. Fresturinn byrjar að líða þegar varan er afhent skráðum viðtakanda. Endurgreiðsla er framkvæmd að fullu ef ofangreind skilyrði eru uppfyllt og eftir að varan er móttekin. Hægt er að fá skipt yfir í annað málverk. Vinsamlegast hafið samband við haukurdor@haukurdor.is hafir þú frekari spurningar.
Trúnaður
Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki afhentar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum.
Vafrakökur
Haukurdor.is notar vafrakökur á vefsvæðinu til þess að tryggja bestu mögulegu upplifun notenda og eðlilega virkni á vefnum.